Vinstri menn mola lýðræðið!

Það er merkilegt að þegar vinstri stjórn er við völd að það skuli vera molað svona niður lýðræðið. Jóhanna og Steingrímur, málsvarar fólksins, mæta ekki á kjörstað í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu sem stofnað er til síðan lýðveldið var stofnað og gefa því lýðræðinu fingurinn.

Núna þegar menn eru að sækja lýðræðislegan rétt sinn sem launþegar, þá er traðkað á verkfallsréttinum með lagasetningu. Þetta er vítavert athæfi.

Hvað verður næst, afnumið lýðræðið? verður hér einræðisstjórn Jóhönnu og Steingríms. Þar sem tjáningar og skoðanafrelsi verður afnumið?  


mbl.is Lög á verkfall undirbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ættir nú að þekkja þetta sjómaðurinn eða ertu búinn að gleyma hverjir tóku verkfallsréttinn af þér , og ekki bara einu sinni heldur tvisvar ef ég man rétt. Voru það ekki þínir menn í sjálfstæðisflokknum ? Og svo eru þínir menn að taka undir þetta í fjölmiðlum sýnist mér.

Brynjólfur Stefánsson (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 22:12

2 identicon

Sæll Bergþór,

Hvað segja sjómenn gott..?...skilst að þið hafiða fjandi gott núna...þegar gjaldmiðilinn er eins og hann er...græðið á tá og fingri..á meðan vinnuveitendur ykkar versla með kvótann og sólunda gróðanum í vitleysu...og braska með gjaldmiðilinn erlendis og grafa undan krónunni.

Segðu mér eitt Bergþór..þú, þessi lýðræðis elskandi maður...ertu til í að leyfa þjóðinni að kjósa um kvótalögin...og helst fella þau og búa til ný í sátt við þjóðina..?

Ykkur sjálfshælismönnum ferst að tala um lýðræði...ekki einu sinni til í ykkar orðabókum.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 22:43

3 identicon

Langar að minna á að það var hægri stjórnin sem setti lög á verkfall kennara árið 2004...

Sigurrós (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 23:18

4 identicon

Þetta er náttúrulega gróf misbeiting á löggjafarvaldinu. Að hóta því að setja lög ef ekki verður hætt við verkföll.

Hins vegar virðist þetta alltaf vera eins með valdhafa þessa bananalýðveldis, sama úr hvaða flokki þeir koma. Það var tildæmis ríkisstjórn Davíðs Oddssonar sem lék nákvæmlega sama leik gegn flugumferðarstjórum árið 2001, jafnvel á grófari hátt. Svo aftur með kennarana árið 2004 og fleiri tilfelli má telja til.

En ég er hjartanlega sammála þér - þetta er vítavert athæfi.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 23:25

5 identicon

Verður gaman að sjá hvað þetta hangir lengi inni hjá þér frændi. Ég heyrði ekki betur en að Kristján Þór og Illugi væru fylgjandi; eru þeir þá ekki einræðisfasistar líka? Eða er það allt annað mál og þetta þá skiljanlegt og nauðsynlegt þjóðarbúinu.. ?

Ef þessir blessuðu vinstri menn, sem þér er svona óskaplega í nöp við að þú sérð rautt ef þeir anda frá sér og líka ef þeir anda að sér, eru að mola lýðræðið, hvað moluðu þínir menn í SjálfsgræðgisFLokknum þá? Spyr sá sem ekki veit... Mig minnir að þeir hafi endað á "Guð blessi Ísland", ÚFF! segi ég nú bara, flokksviðrinið sem á hvergi heima í íslenskri pólitík...

Það var munur með blessað lýðræðið þegar FLokkurinn var við völd, þá voru lögin afnumin svo þjóðin þyrfti ekki að vesenast á kjörstað til að kjósa um lög sem allir vissu að myndu aldrei taka gildi...

Er ekki annars lýðræðislegur réttur minn að kjósa sófann ef ég vil? Gildir ekki það sama um Jóhönnu? Þetta finnst mér vera tvískinn ingur frændi, vilja fá kosningar en skylda svo fólk til að kjósa..

Mér hefur alltaf þótt einkennilegt hvað íslendingar eru sauðarlega flokkshollir og láta bjóða sér mikið bull bara ef það kemur frá "réttum" flokki. Það væri óskandi að sauðtryggir fylgjendur SjálfsgræðgisFLokksins hugsuðu stundum meira sjálfstætt... og spöruðu okkur ergelsi yfir svona endemis kjaftæði eins og þú ert að eyða tíma þínum í að skrifa hér að ofan.

 Hvernig er það lesiði bara Moggann um borð? Lastu hann nokkuð 1. júlí 1997? Þá var annað hljóð í strokknum; enda aðrir eigendur þá.. :-)

http://timarit.is/files/4310967.djvu#search=%22Kristj%C3%A1n%20%C3%9E%20Dav%C3%AD%C3%B0sson%2

Með bestu kveðjum og ósk um góða veiði og góðan bata :-)

Kiddi frændi (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 23:44

6 identicon

P.S.: Ég gleymdi einu; ertu nokkuð á leið inn á þing? :-)

Guð forði þér frá þeirri ógæfu, það virðist mér vera allt að því mannskemmandi andskoti!

Ki (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 23:48

7 Smámynd: Sigurjón

Það skiptir engu máli í hvaða flokkum pólitíkusarnir eru: Þeir eru allir viðurstyggilegir hrægammar.

Sigurjón, 11.3.2010 kl. 23:57

8 Smámynd: Bergþór Gunnlaugsson

Sem betur fer eru ekki allir með sömu skoðun og ágætt líka að virða skoðanir annarra. Einhvern veginn var ég í þeirri trú að Samspillingin og Vitsmunalitlir Grænir væru með þá stefnu að gæta hagsmuna verkamanna, virða rétt þeirra og kjör og standa vörð um þá sem minna mega sín.

Var ekki á stefnuskrá Samspillingarinnar að slá skjaldborg um heimilin í landinu í síðustu kosningum. Vinstri grænir gáfu það út fyrir kosningar að þeir ætluðu ekki að ganga inn í ESB, hvað er í gangi núna, er ekki umsóknarferli í gangi.  Mér er ekkert í nöp við vinstri menn Kiddi. Þegar menn gefa sig út fyrir ákveðna stefnu og taka síðan U-bleyju þegar á reynir.

Ég sé ekkert að því að það sé vinstri stjórn. Hún gerir ekkert annað að auka fylgi hægri flokka út af eigin óvinsældum, klofningi og eigin framkvæmdaleysi.

Ég veit ekki betur en Steingrímur og Jóhanna hafi neytt Icesave frumvarpið í gegnum Þingið fyrir áramót, með hótunum. Sem betur fer stöðvaði Forseti vor þessi lög og leiddi þau til þjóðarinnar.  

Þessi sömu aðilar gáfu lýðræðinu fingurinn og mættu ekki á kjörstað í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunni, sögðu að það væri betri samningur á borðinu, sem var fyrirsláttur. Það er ekki samningur nema það sé búið að undirrita hann af báðum deiluaðilum. Sama á um kjarasamninga. Það eru ekki samningar fyrr en búið er að undirrita. Það átti að brjóta niður samningsréttinn í gær með lagasetningu, sem er gjörsamlega ólíðandi. Alveg sama hvort það eru vinstri stjórn eða hægri stjórn Binni.

Jú það er lýðræðislegur réttur að kjósa sófann í kosningum. Ég ætla þá að Guð gefi það sama í næstu alþingiskosningum að Samspillingar menn og Vitsmunalitlir Grænir kjósi þá að sitja heima í sófa.

Tilvitnun í ritað svar þitt Kiddi

„Mér hefur alltaf þótt einkennilegt hvað íslendingar eru sauðarlega flokkshollir og láta bjóða sér mikið bull bara ef það kemur frá "réttum" flokki. Það væri óskandi að sauðtryggir fylgjendur SjálfsgræðgisFLokksins hugsuðu stundum meira sjálfstætt... og spöruðu okkur ergelsi yfir svona endemis kjaftæði eins og þú ert að eyða tíma þínum í að skrifa hér að ofan“

Er þetta ekki gryfja sem þú ert sjálfur að falla í Kiddi minn. Eða ertu að sannfæra þig um að hvítt sé svart. Þú getur ekki sagt mér að þú sért ánægður með árangur þinna manna í pólitíkinni í dag. Og ef þú myndir reyna að segja mér að allt væri í góðum gír, þá væri tungan í þér svört J

 Þú notar mikið samlíkinguna að það eigi ekki að fá brennuvargana til að slökkva eldinn sem þeir kveiktu. Þar meinar þú Sjálfstæðisflokkinn, ef ég þekki þig rétt. Það voru þá fleiri með í brennuvarga liðinu, sem áttu að sjá um að það kviknaði ekki í. T.d Samspillingin og Framsóknarmenn. Nú þú talar um að þinir menn séu slökkviliðið? Þeir kunna þá ekki að skrúfa frá brunahananum. Samspillingin og Vitsmunalitir Grænir,  rétta fjárglæframönnum fyrirtæki sín á silfurfati með afskrifuðum skuldum eins og er að gerast núna. Og herða sultarólina á fólkinu sem kaus það.

Jú rétt er það að mínir menn afnámu fyrstu lög sem forseti vor neitaði að skrifa undir svo þau færu ekki í þjóðarakvæðagreiðslu. Almenningur taldi að vegið væri að Baugsveldinu með þessari lagasetningu. Þetta veldi sem var svo saklaust þá og enginn trúði neinu óheiðarlegu uppá. En hvar stöndum við í dag. Ef til vill ættu þessi lög að vera í gildi, eftir á að hyggja.

Ég les ekki Baugsmiðilinn og ég mann ekki hvað ég las í Mogganum fyrir 13 árum. Þótt mynnið sé gott hjá mér. Ég kíkti á leiðarann, sem er vitnað í þína grein. Þú mættir kannski senda mér hana. Við vitum að síðan kvóti var settur á hafa alltaf sprottið upp deilur. Eins og staðan er í þjóðfélagsmálum þá sé ég ekki að þetta sé brýnasta viðfangsefnið að innkalla kvótann. Koma 7000 störfum í uppnám og setja útflutning í hættu. Ég þekki mann sem hefur klifið á toppinn í stærðasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins,  ásamt því að horfa úr fjarlægð, á sína heimabyggð missa lífsviðurværið.  Sú heimabyggð hefur ekki en geta endurheimt sína stöðu aftur og mun aldrei geta.

Ég er ekki á leið á Þing. Ég er þeirrar skoðunar að framtak einstaklings eigi að njóta sín og að menn uppskeri það sem þeir sái. Ég ber virðingu fyrir fólki sem nennir að vinna og þeir sem því nenna eiga að bera úr býtum í samræmi við það. Ég er líka þeirrar skoðunar að fólk eigi að vera heiðarlegt. Fólk sem gefur sig í að starfa í pólitík, þarf að hafa hreina samvisku og hafa hreint mannorð. Því miður eru innan Sjálfstæðisflokksins eru menn sem ekki hafa þessi gildi. Þannig að sennilega velur maður sófann í næstu kosningum.

Bergþór Gunnlaugsson, 12.3.2010 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband