Bara selja þyrlurnar, þær eru hvor sem er að gera það sem þær voru keyptar í. Við höldum að það sé hægt að treysta á þær. En það er tálsýn. Það er betra að vita það sem rétt er, að komi eitthvað uppá þá, þá er bara að duga eða drepast. Hvaða höfuðborgarbúi með hjartaáfall, hefði sætt sig við að leggjast inn í sjúkrabíl í Reykjavík og vera síðan keyrt í 10 klukkutíma til Egilsstaða á sjúkrahús þar. (Tilfelli sjómanns um borð í Sturlaugi H. Böðvarssyni AK. Hann var 10 tíma að bíða eftir að komast undir læknishendur, með hjartaáfall) Það er ekki nóg með að við fáum að borga meiri skatta og hirtur af okkur sjómannaafslátturinn, það er líka tekinn af okkur öryggisþjónustan. Bananalýðveldi.
Höf. Bergþór Gunnlaugsson yfirstýrimaður Hrafni GK 111.
Skora á stjórnvöld að efla Landhelgisgæsluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 6.2.2010 | 04:35 (breytt kl. 04:36) | Facebook
Athugasemdir
Sæll Bergþór sennileg er það ein sem hægt er að gera í stöðu sem þessari hringa og láta vita að það hafi sést ísbjörn,svo þegar þyrlan er komin á svæðið þá biðja þá að taka sjúklíngin með fisrt þeir séu á staðnum,bara að hæla gæsluni firir að það skyldi hittast svona vel á(hvað er hægt að gera annað) kv Stefán gíslason
Óskar Stefán Gíslason, 6.2.2010 kl. 05:17
Tek undir með þér að það er orðin fölsk öryggiskennd sem menn hafa gagnvart björgunarþjónustu Gæslunnar. Stjórnvöld koma fram við sjómenn af ótrúlegu tómlæti og virðast engu láta sig skipta þótt staðreyndirnar liggi á borðinu um að ekki er hægt að sækja menn út á sjó nema skip séu upp í landsteinum.
Þetta er orðið algjört ófremdarástand og með ólíkindum að þetta skuli vera að gerast.
Ágúst Marinósson (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 07:58
Þetta er bara byrjunin því miður það er okkar að verjast allavega geri ég það sem almennur borgari það óréttlæti sem við erum beitt er algert fjármagnsþófarnir eru að koma aftur og hirða það sem þeir geta fyrir smáaura stjórnvöld sitja hjá, hundruð milljarða settir í ónýtt bankakerfi á meðan undir staðann er svelt. Óskar þetta með ísbjörninn er rétt hrikalegt dæmi um forgangs röðun.
Sigurður Haraldsson, 6.2.2010 kl. 17:44
Gæslan á einungis eina af þessum þremur þyrlum sem eru í notkun hennar í dag og það er stóri vandinn þ.e. að þurfa að leigja tvær á erlendum gjaldmiðli sem tvöfaldast hefur frá því skrifað var undir leigusamninga.
Þetta með ísbjörninn er nú ekki alveg samanburðarhæft því í þessu tilviki varðandi hjartasjúklinginn þá var þyrlan yfir 70 sml. frá landi en meðan aðeins ein áhöfn er tiltæk á þyrlur þá er flugdeild gæslunnar með það viðmið að fara ekki lengra en 20 sml. frá landi. Þeir eru þar að hugsa um að einhver geti komið og bjargað þeim. En mér skilst að þetta séu þó ekki ófrávíkjanleg viðmið. Þegar þyrlan fór í ísbjarnaleit þá var ekki um það að ræða að fljúga 20 sml. frá landi.
En vonandi verður þetta til þess að stjórnvöld vakni nú og forgangsraði nú þessum samdrætti sem skollinn er á. Mín vegna mætti setja óperuhöllina á bið í nokkur ár og fyrir þær upphæðir sem þar hefðu sparast hefði mátt reka þyrluþjónustu með sóma.
Guðmundur (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.