Mér er það óskiljanlegt hversvegna það er lögð svo mikil áhersla á að borga ICESAVE af Samfylkingunni og Vinnstri grænum og setja þegna þessa lands í ánauð. Þegar við þurfum þess ekki lagalega að mati færustu manna.
Það er ótrúlegt að horfa uppá þetta getuleysi forsvarsmanna þessarar þjóðar, sem lofaði þó fólki þessa lands, bót og betrun. Hér er hverjum glæpamanninum, sem setti þjóðfélagið á hausinn, færð fyrirtækin sín á silfurfati, með gífurlegum afskriftum skulda, í boði Samfylkingar og Vinstri grænna. Það eina sem þessir flokkar hafa afrekað er að slá skjaldborg um skuldir heimilanna í landinu.
Sjáið þið nú af ykkur Jóhann og Jóhanna, segið þið af ykkur núna!
Bera enga ábyrgð á innistæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 18.2.2010 | 06:04 (breytt kl. 06:04) | Facebook
Athugasemdir
Þetta er nú líka spurning um að standa við orð sín. Þegar Icesave var sett í gang þá kepptust stjórnvöld, stjórnvendur Landsbankans og stjórnendur seðlabankans við að sannfæra Breta og Hollendinga um að Ísland mundi borga ef bankinn færi á hausinn. Það er helvíti lélegt að koma svo núna og segja að við borgum ekki þegar búið var að lofa á og hamra á hinu gagnstæða. Ansi mörgum Íslendingum virðist finnast í lagi að svíkja það sem sagt hefur verið. Siðferði þjóðarinn virðist gjörsamlega komið í ræsið.
Óskar, 18.2.2010 kl. 06:18
Tek undir með þér Bergþór.
Óskar hvaða fólk gaf þessi greiðslu loforð og hvaða umboð hafði þetta fólk til þess að ábyrgjast greiðslur umfram lög, ert þú sem sagt á því að ef einhver Íslendingur kaupir sér bíl erlendis, stendur ekki í skilum og gefur þig upp sem ábyrgðarmann þá sé það þín siðferðislega skilda að borga.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 18.2.2010 kl. 07:06
Ástæðan fyrir því afhverju það er þeim þetta mikið kappsmál að ganga frá þessu máli er svo að þau lendi ekki í vandræðum með ESB umsóknina sína.
Einnig kæmi það mér ekkert á óvart að þau hefðu tekið þátt í sukkinu eins og aðrir þingmenn og vilja ekki að gögn um það komi upp.
Vigfús (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 09:09
Þorsteinn þetta dæmi þitt er nú varla samanburðarhæft, það er munur á "einhverjum Íslending" og heilli bankastofnun. Hvaða fólk gaf þessi loforð, bíddu við hvar eigum við að byrja? Árni Matt, Geir Haarde, Davíð Oddsson svo einhverjir séu nefndir. þetta hefur margkomið fram í umræðunni.
Óskar, 18.2.2010 kl. 09:22
Það er nokkuð ljóst að ríkisstjórn Geirs Haarde var ekki hrakin frá völdum til þess eins að ný ríkisstjórn tæki upp þráðinn þar sem honum sleppti.
Ég hefði sagt að það sé ekki einungis svo að íslenskir skattgreiðendur eigi ekki að borga krónu vegna gjaldþrots einkabanka, heldur ætti þessi samninganefnd sem nú er í London að krefjast bóta vegna þess tjóns sem hryðjuverkalöginn voru völd að. Það tjón gekk langt út fyrir það að hefta starfsemi icesave, öll íslenska þjóðin geldur fyrir þá aðgerð að ósekju.
Magnús Sigurðsson, 18.2.2010 kl. 09:28
Obb obb obb, var ekki verið að skamma Davíð fyrir að láta út úr sér þá vitleysu að "Íslenska þjóðin ætti ekki að borga skuldir óreiðumanna"????
Og sammála síðasta ræðumanni. Það á að nota þessa misbeitingu hryðjuverkalaga alveg eins miskunnarlaust eins og hún var sjálf. Þetta er eitthvað sem alheimur verður að sjá. Það verður svo athyglisvert að sjá hvað þetta myndi gera innan breskra stjórnmála, þar sem Íhaldsflokkurinn reynir nú gjarnan að finna eitthvað af skotfærum á Mr Darling & Brown.
Bendi svo öllum að skoða viðtal Egils Helgasonar við Max Kaiser fjármálaspekúlant (nokkrar vikur síðan), en sá spáði kreppunni, og var ekki að klípa að því hvernig við ættum að eiga við þessa samninga.
Reyndar er einn þingmaðuri sem hefur komið hávært fram í erlendum fjölmiðlum með þá fullyrðingu að það sé á þessu engin þjóðarábyrgð og að Bretar geti sjálfum sér um kennt með tjónið út af eigin populistíska bullugang. Utan fjórflokks, Birgitta Jónsdóttir.
Jón Logi (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 09:37
Stjórnmála menn allra landa róa að því öllum árum að þjóðaratkvæðagreiðsla fari ekki fram um réttmæti laga þar sem skuldir einkabanka eru færðar yfir á skattgreiðendur.
Það er með ólíkindum að fulltrúar okkar skulu leggjast á þessar árar, eftir allt það tjón sem þeir hafa valdið. Hefðu almennir borgarar valdið svo mikið sem broti úr prómilli af því tjóni sem stjórnmálamenn hafa valdið þjóðinni væru þeir löngu komnir á bak við lás og slá.
Magnús Sigurðsson, 18.2.2010 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.