Hvað haldið þið að það sé hægt að græja nýjan samning af þessari stærðargráðu á nokkrum dögum. Þetta er bara fyrirsláttur hjá ríkisstjórninni til að hætta við þjóðaratkvæðagreiðsluna. Ríkisstjórnin veit að þetta verður fellt. Það á eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar, til góðs fyrir íslendinga og aðra evrópubúa.
Ég er ekki sáttur við ef þessi nýi samningur sem er verið að hnoða saman, hljóðar bara upp á lægri vexti. Ég vill að það verði viðurkennt líka að Bretar og Hollendingar beri líka ábyrgð á þessu hruni og beri sinn kostnað af því. Ég er heldur ekkert sáttur við að þjóðin þurfi að greiða fyrir gjaldþrot einkabanka og borga skuldir ógæfu manna.
Ég stóð líka í þeirri trú að það væri verið að greiða þjóðaratkvæði um lög sem eru nú þegar í gildi. Þetta eru lög sem þessi sama ríkisstjórn nauðgaði í gengum þingið og átti að vera svo góð. Hugsið þið ykkur hvernig staðan væri ef forsetinn hefði skrifað undir löginn, þá værum við hlekkjuð við skuldbindingar um ókomna framtíð og þessari ríkisstjórn þótti það allt í lagi.
Þessi ríkisstjórn á að sjá sóma sinn í að segja af sér og það strax.
Áfram fundað í Lundúnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 2.3.2010 | 12:33 (breytt kl. 12:39) | Facebook
Athugasemdir
Þjóðaratkvæðagreiðslan snýst um Ríkiábyrgð... hvort við viljum borga þennan óhroðareikning Icesave eða ekki. Það þarf Ríkisábyrgð til og um það snýst þetta...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.3.2010 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.