Glórulaust verkefni !

Það er mín skoðun að það átti að stöðva framkvæmdir á þessu verkefni,
þegar hrunið skall á þjóðinni. Það er allstaðar verið að skera niður opinbera þjónustu og að halda áfram með þetta gæluverkefni á þessum óvissu tímum þjóðarinnar er glórulaust.  Ég myndi miklu heldur sjá þessa fjármuni
sem fara í þessar framkvæmdir fara í heilbrigðisþjónustuna eða málefni aldraða. Þetta tónlistarhús "Harpan" hefði átt að verða steinsteyptur minnisvarði um öfganna sem tröllriðu þjóðinni og steyptu henni í glötun.
mbl.is Harpan mun skapa mikinn gjaldeyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get eiginlega ekki verið meir ósammála þér. Maður þarf að eyða pening til að skapa pening. Einnig var hægt að horfa framhjá þeim kostnaði sem þegar var komin vegna þessarar byggingar. Þetta hús á eftir að standa um komandi kynslóðir og skapa tekjur til framtíðar. Skil þitt sjónarmið en mér persónulega finnst það svolítið þröngt og í anda við hjarðhegðunina um að allt sem tengist útrás eigi að stöðva.

raggi (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband